Samningur um sálfræðiþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu

Félags- og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu í gær 2 ára samning sem lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu ásamt auknu samstarfi við barnavernd á svæðinu.
Markmiðið með nýjum samningi er að efla sálfræðiþjónustu á svæðinu. Ester Ingvarsdóttir hefur starfað fyrir Félags- og skólaþjónustu A-Hún síðastliðinn sex ár og hefur haft fasta viðveru í hverjum mánuði og með nýjum samning er Ester nú með viðveru í allt að viku einu sinni í mánuði.
/SMH