„Fátt óskemmtilegra en vond diskótónlist“ / ÁRNI GUNN

Árni Gunn. MYND: ÓAB
Árni Gunn. MYND: ÓAB

Að þessu sinni er það Króksarinn Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðamaður og fyrrverandi ritstjóri Feykis (með miklu meiru), sem svarar Tón-lystinni. Áhugasvið Árna er ansi breytt og meðal þess sem hann hefur föndrað við í gegnum árin er að búa til tónlist. Árni er fæddur árið 1967, ólst upp í Flatatungu á Kjálka, sonur heiðurshjónanna Gunnars heitins Oddssonar frá Flatatungu og Helgu Árnadóttur frá Akranesi.

Yfirleitt er það gítarinn sem Árni notast við í músíkinni en aðspurður segir hann að rokksöngleikurinn Hei, þú! sé sennilega hans mesta afrek í tónlistinni. „ Það var líka gaman að koma Austurdalnum á söngskrá Karlakórsins Heimis,“ segir Árni en hann hefur einnig verið áberandi í tónlistarflutningi á hinum ágætu og árlegu VSOT-tónleikum sem haldnir hafa verið í Bifröst síðustu árin.

Hvaða lag varstu að hlusta á? Love of my life með Queen.

Uppáhalds tónlistartímabil? 1970-1980.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Kaleo eru að gera góða mússík, Ásgeir Bragi líka. Annars er ég líka að hlusta gamla blússlagara með Stones, Clapton og fleirum. 

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?  Aðallega kóra og klassík. Pabbi söng  líka í bílnum og afi spilaði á orgelið þegar vel lá á houm.

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? The Roling Stones - Tattoo You, 1981 minnir mig.

Hvaða græjur varstu þá með? Þetta var spilað á Dual vínilspilara með steríó hátölurum.  Annars átti ég segulband sem hægt var að nota til að taka upp lög úr útvarpinu.

Hver var fyrsta lagið sem þú mannst eftir að hafa fílað í botn? Start me up og “Hang  fire” með Stones

Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn (eða fer óstjórnlega í taugarnar á þér)? Fátt óskemmtilegra en vond diskótónlist.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Leifi gestunum að ráða. Ekki víst að þeir hafi sama tónlistarsmekk og ég. 

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Ótrúlega blá með Geira. Snilldin ein. 

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Til Bandaríkjana á Stones og tæki Ægi Ásbjörns með (þegar og ef  Jagger er búinn að jafna sig af hjartaaðgerðinni). 

Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Á því tímabili hlustaði ég mest á U2, Megas og Stuðmenn.

Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Aldrei látið mig dreyma um að vera annar en ég, en Lou Reed hafði mikil áhirf á mig á sínum tíma. Bæði lögin hans og textarnir. 

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Loftmynd með Megasi er meistarastykki en besta plata sem ég hef hlustað á er The Velvet underground live songs frá 1969.

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum? 

Honkey Tonk Woman -  The Roling Stones
I can’t Go on Without You - Kaleo
Sweet Jane - The Velvet underground
Famous Blue Raincoat - Leonard Choen
Vorsól - Óskar Pétursson
Fílahirðirinn frá Súrín - Megas

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir