Skagfirski kammerkórinn á Heimilisiðnaðarsafninu á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, í enda Húnavöku, syngur Skagfirski kammerkórinn á Stofutónleikum Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi að Árbraut 29. Stjórnandi tónleikanna er Helga Rós Indriðadóttir.

Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og gildir aðgangseyrir safnsins en Uppbyggingarsjóður SSNV styrkir tónleikana. Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og kleinur. Allir velkomnir.

Fleiri fréttir