Skoðanakönnun í Húnavatnshrepp samhliða Alþingiskosningum
Sveitastjórn Húnavatnshrepps tók fyrir erindi frá sveitastjórn Blönduósbæjar þar sem óskað var eftir formlegum sameiningarviðræðum milli sveitarfélagana tveggja, á fundi sínum í gær.
Oddviti Húnavatnshrepps, Jón Gíslason, lagði fram tillögu um að leggja skoðanakönnun fyrir íbúa hreppsins samhliða sveitastjórnarkosningunum þann 25. september næstkomandi. Í tillögunni tekur hann fram að þó að mikil undirbúningsvinna hafi þegar farið fram sé mikill grundvallarmunur á þessari fyrirhuguðu sameiningu og þeirri sem felld var í júní síðastliðnum.
Einnig segir hann að ef að fyrirhuguð skoðanakönnun sýnir að meirihluti íbúa hreppsins vilji fara í formlegar sameiningarviðræður, mun sveitastjórn leggja allt kapp á að ljúka viðræðunum og kosningu eins hratt og hægt er, eigi síðar en í janúar 2022.
Skoðunarkönnunin mun innihalda eftirfarandi spurningu:
„Vilt þú að Húnavatnshreppur fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ?“.
Fulltrúar E-listans í sveitastjórn sem hafa verið fylgjandi sameiningu sveitarfélaganna beggja lögðu fram tillögu á fundinum um að farið yrði beint í formlegar sameiningarviðræður og sjá ekki þörf fyrir skoðanakönnun í ljósi niðurstöðu kosninganna í júní þar sem að afgerandi meirihluti íbúa Húnavatnshrepps sögðu já við sameiningu sveitarfélagana fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu.
Tillaga oddvita var samþykkt með fjórum atkvæðum en tillaga E-listans felld með fjórum.
/SMH