Skuldlaus þrátt fyrir verulegar framkvæmdir

Mynd af FB.
Mynd af FB.

„Eins og áður tókst okkur að komast skuldlaus frá árinu þrátt fyrir verulegar framkvæmdir við kirkjugarðinn og eigum við kirkjugarðsvinum það mikið að þakka en þeim fjölgaði um tvo á fundinum,“ skrifar Valdimar Guðmannsson á Facebook-síðu sína Valli Húnabyggð en aðalfundur kirkjugarðsins á Blönduósi var haldin í gær í sal Samstöðu að þverbraut 1.

Þar kemur fram að fundurinn hafi samþykkt þriggja ára framkvæmdaráætlun eins og lög gera ráð fyrir og í lokin voru bæði stjórn og skoðunarmenn sjálfkjörin til eins árs. Umsjónamaður er sem áður Hávarður Sigurjónsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir