Spánskur Mateo Climent til Kormáks Hvatar

Á aðdáendasíðu Kormáks á Fésbókinni er kynntur til sögunnar nýr leikmaður Kormáks Hvatar í 3. deildinni í karlafótbolta en stjórn hefur gengið frá samningum við vinstri bakvörðinn Mateo Climent frá Spáni.

„Mateo þessi þykir öflugur í háloftunum, ásamt því að vera öryggið uppmálað með bolta í fótum og áhættufælinn mjög í varnarleik sínum. Bjóðum Mateo velkominn í hóp norðanmanna og hlökkum til að sjá hann sprikla á velli þegar snjóa leysir,“ segir í tilkynningunni.

Fyrsti leikur liðsins í deildinni verður háður laugardaginn 6. maí gegn Hafnfirðingum í ÍH og fer leikurinn fram í Skessunni, sem er knattspyrnuvöllur þeirra Hafnfirðinga í fullri stærð innanhúss.

Fleiri fréttir