Styrkir úr Safnasjóði

Styrkþegar með viðurkenningarskjölin. MYND Leifur Wilberg Orrason
Styrkþegar með viðurkenningarskjölin. MYND Leifur Wilberg Orrason
Úthlutun úr safnasjóði fór fram í Safnahúsinu við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Úthlutunarboð safnaráðs fór fram í kjölfar ársfundar höfuðsafnanna þriggja; Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu.
 
Á Facebooksíðu Byggðasafns Skagfirðinga kemur fram að þau hlautu alls 5.150.000 króna styrk úr Safnasjóði en þessi upphæð samanstendur af styrkjum til nokkurra verkefna :
 
1.500.000 kr - Safn og samfélag
1.500.000 kr - Úrbætur varðveisluskilyrða safngripa á grunnsýningunni í Glaumbæ
1.250.000 kr - Heildaryfirsýn yfir safnkost
300.000 kr - Varðveisla handverksþekkingar: torfhleðslunámskeið í Skagafirði
300.000 kr. - Stafræn miðlun og fræðsla
300.000 kr - Farskóli FÍSOS 2024
 
Þessir styrkir munu koma sér afar vel og hjálpa til við að efla starfsemi safnsins. Feykir óskar Byggðasafni Skagfirðinga innilega til hamingju. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir