Styrkir vegna listamanna frá Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum 2016 - 2017

Baiba Osite, ljósm, Jóhanna E. Pálmadóttir
Baiba Osite, ljósm, Jóhanna E. Pálmadóttir

Í desember lauk samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetursins vegna dvalar  listamanna frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum í textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum á Blönduósi. Verkefnið hlaut styrk frá Nordic Kulturkontakt sem gerði okkur kleift að bjóða völdum listamönnum frá þessum löndum að koma til Íslands, dvelja í listamiðstöðinni og miðla sérþekkingu  sinni  til samfélagsins. Alls bárust 29 umsóknir en valdir voru eftirtaldir listamenn:

Baiba Osite, textíllistamaður frá Lettlandi, dvaldi í listamiðstöðinni nóvember – desember 2016. Hún miðlaði sérþekkingu sinni á silkimálun á vinnustofu Kvennaskólans, hélt fyrirlestur um textíllist í Lettlandi og tók þátt í sýningu listamanna sem haldinn er í lok hvers mánaðar. Sænski textíllistamaðurinn Kerstin Lindström dvaldi hjá okkur í maí og júní 2017. Á meðan dvöl hennar stóð vann hún að undirbúningi verkefnisins OWN YOUR OWN TIME, sem er prjónagjörningur sem haldin hefur verið í sex mismundandi löndum á undanförnum árum, þ.a.m. Kanada, Frakkland og í Færeyjum. Viðburðurinn fór fram á Prjónagleði 2017, með aðstoð tónlistarmanna frá Blönduósi og gestum Prjónagleðinnar.  Prjónagleðin er ráðstefna sem haldinn er árlega á Blönduósi á vegum Textílsetursins.

Mira-Liina Skyttälä, ljósmynd Lee Ann Maginnis

 Textílfræðingur og listakona Päivi Vaarula frá Finnlandi dvaldi í listamiðstöðinni í júní og júlí 2017. Hún stóð fyrir vinnustofu í vefnaði og jurtalitun á Húnavöku, bæjarhátíð Blönduósbæjar, þar sem hún lagði áhersla á náttúruleg litarefni úr plöntum sem týndar voru á svæðinu. Mira-Liina Skyttälä frá Finnlandi var síðasti listamaðurinn sem kom til okkar á vegum verkefnisins, en hún dvaldi í listamiðstöðinni í nóvember og desember 2017. Hún hélt þrykknámskeið fyrir fjölskyldur frá svæðinu og vann við vefnað og hönnun á vefnaðarmynstrum fyrir TC2 undir leiðsögn Ragnheiður B. Þórsdóttur, sérfræðings Þekkingarsetursins. Tc2 er rafrænn vefstóll, sem staðsettur er í Kvennaskólanum.

Ownyourowntime, Kerstin Lindstrøm, ljósm. Róbert Daníel Jónsson

 Verkefnið hefur reynst starfseminni í Kvennaskólanum mjög jákvætt sem og samfélaginu. Íbúum á svæðinu og ekki síst starfsmönnum gafst kostur á að fá innsýn í starf og menningu listamannanna frá Norður- og Eystrasaltslöndunum og afla sér nýrrar þekkingar hvað varðar nýjar aðferðir í textíl. Skapast hafa góð sambönd og jafnvel vinátta milli lista- og heimamanna sem vonandi verður til góða þegar fram í sækir. Tilkoma listamannanna hefur einnig orðið til þess að það er merkjanlegur munur á umsóknum til listamiðstöðvarinnar frá tengslaneti þeirra. Við þökkum Baiba, Kerstin, Päivi og Mira-Liina fyrir komuna og vonumst við til að framhald geti orðið að verkefninum með áþekku sniði.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir