Útboð á nýrri leikskólabyggingu Húnabyggðar

Leikskóli Húnabyggðar.  MYND AF VEF HÚNABYGGÐAR
Leikskóli Húnabyggðar. MYND AF VEF HÚNABYGGÐAR

Húnabyggð óskar eftir tilboðum í uppsetningu og afhendingu á ca. 650-700 m2 leikskóla úr húseiningum, timbur- eða gámaeiningum til leigu á lóð við hlið núverandi leikskóla að Hólabraut 17 með kaups­réttar­ákvæðum. Í byggingunni verða fjórar leikskóladeildir.

Húnabyggð leggur til lóð, jarðvinnu og þjappaða fyllingu undir undirstöður og heimæðar veitukerfa lagðar að lóðarmörkum en leigusali skal skila byggingunni fullfrágenginni og tilbúinni til notkunar við afhendingu.

Tilboðum skal skila rafrænt undir vefslóðinni https://utbodsgatt.is/hunabyggd/holabraut17-blonduosi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. júní 2024. Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef verkefnisins >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir