feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
30.12.2023
kl. 14.37
Við horfum nú við áramót að baki viðburðaríku ári hér heima á Íslandi og á erlendri grundu. Náttúruhamfarir á Reykjanesi, kjaramál og verkföll, efnahagsórói og raforkuskortur hafa verið helstu viðfangsefni ársins og munu fylgja okkur inn í nýja árið ef af líkum lætur. Sama er uppi á teningnum á alþjóðavettvangi þar sem stríð geisa og átök brjótast út milli þjóðfélagshópa. Spennustigið er því miður víða of hátt og óvenjulegar forsetakosningar á næsta ári í öflugasta lýðræðisríki heims munu væntanlega ekki slá á þær væringar. En það er aftur á móti jafn líklegt að hugsanlegar forsetakosningar hér á landi í júní næstkomandi munu ekki rugga bátnum á alþjóðavettvangi.
Meira