Lærði krosssaum fyrir ári!
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
23.12.2023
kl. 12.00
Kári Steindórsson flutti aftur heim á Krókinn eftir að hafa búið í Vestmanneyjum þegar hann hætti að vinna 2013. Kári var lengi til sjós og þekkir illa að sitja við og hafa ekkert fyrir stafni. Þegar fæturnir fara að láta undan og ekki hægt að vinna lengur þau störf sem áður voru unnin þarf að finna sér eitthvað til til handagagns. Kári fékk stelpurnar í Dagvistinni eins og hann kallar þær sjálfur til að kenna sér að sauma út og hefur nú lokið við „Litla riddarateppið“ sem er alls ekki svo lítið.
Meira