A-Húnavatnssýsla

Biopol gerir tilraunir til að nýta grásleppuna betur

Hjá Biopol á Skagaströnd hafa verið gerðar tilraunir til að nýta kjöthluta grásleppunnar til framleiðslu á matvöru og verða afurðirnar kynntar á sjávarútvegssýningu í Barcelona í næsta mánuði. Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol, segir í umfjöllun Fiskifrétta Viðskiptablaðsins, að gerðar hafi verið tilraunir með kald- og heitreykingu grásleppuflaka og þurrkun á grásleppuhveljum með það fyrir augum að bjóða hana sem valkost í gæludýrafóður.
Meira

Nýtt þrekhjól tekið til kostanna á HSB eftir góðan styrk

Húnahornið segir af því að stjórnarfundur var haldinn þann 21. mars hjá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Eftir fundinn mætti stjórn Styrktarsjóðs A-Hún, þau Valgarður Hilmarsson formaður, Erla Ísafold Sigurðardóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, og færðu samtökunum rausnarlega gjöf, kr: 500.000, upp í kaup á þrekhjóli fyrir skjólstæðinga 3. og 4. hæðar spítalans.
Meira

Að gefnu tilefni – tekið undir réttmæta ádeilu

Sá ágæti maður Steinar Skarphéðinsson fer nokkrum vel völdum orðum um hækkun fasteignagjalda á Sauðárkróki í aðsendri grein í 8. tbl. Feykis nú nýverið. Ég vil í öllu taka undir málflutning hans, því nýlegar hækkanir fasteignagjalda á Skagaströnd eru að mínu mati hreint og beint óásættanlegar sem slíkar.
Meira

Fjórir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir harðan árekstur

Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra sem er um 20 km suðvestur af Blönduósi. Tilkynnt var um slysið skömmu fyrir kl. 17. Um var að ræða harðan árekstur tveggja bifreiða sem ekið var úr gagnstæðum áttum eins og segir í tilkynningu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook.
Meira

Birgitta, Elísa og Laufey semja við Tindastól

Nú síðustu vikurnar hefur knattspyrnudeild Tindastóls verið með samningspennann á lofti og stutt er síðan þrjár stúlkur skrifuðu undir samning og munu sýna leikni sína í Bestu deild kvenna með liði Tindastóls í sumar. Þetta eru þær stöllur frá Skagaströnd, Birgitta Rún og Elísa Bríet sem eru bráðefnilegar og svo Króksarinn Laufey Harpa sem komin er í hóp reynslubolta. Þetta verða teljast hinar bestu fréttir.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra framúrskarandi á sviði menningar 2023

Á vef Húnaþing segir að leikflokkur Húnaþings vestra hefur fengið viðurkenningu SSNV fyrir framúrskarandi verkefni á sviði menningar fyrir söngleikinn Himinn og jörð.
Meira

Fögnum alþjóðlega vöffludeginum í dag, 25. mars

Áskorun til allra í tilefni dagsins! Skelltu í vöfflur því það er alþjóðlegi vöffludagurinn í dag. Ekki flækja hlutina og náðu þér í Vilko þurrefnablöndu og dassaðu smá vatn við. Ef þú vilt setja í þína eigin uppskrift þá er ég með eina góða...
Meira

Veturinn mun enda þegar vorið flæðir inn um gluggana

Það var talsverður veðurhvellur sem íbúar á Norðvesturhorninu máttu þola undir lok vikunnar með tilheyrandi ófærð og veseni. Dagurinn í dag var hins vegar hinn fallegasti þó kalt væri og næstu daga verður boðið upp á meiri kulda og norðanátt en allt útlit er þó fyrir skaplegt veður að öðru leiti.
Meira

Ísorka bætir í þjónustuna á Blönduósi

Ísorka hefur bætt við nýrri hraðhleðslustöð á Blönduósi og nú er hægt að hlaða allt að fimm rafbíla samtímis á stöðinni. Í tilkynningu á vef Ísorku segir að komið hafi í ljós að mikil þörf hafi reynst vera á að fjölga tengjum á Blönduósi enda mikil umferð rafbíla á þessu svæði.
Meira

Veður enn vont og færð erfið

Enn er veður með leiðinlegasta móti á Norðurlandi vestra og færð erfið enda víðast hvar stórhríð eða skafrenningur.Vegirnir yfir Holtavörðuheiði og Þverárfjall eru enn ófærir en vegirnir yfir Vatnsskarð og Laxárdalsheiði yfir í Dalasýslu eru færir. Þá segir frá því að á vef Skagafjarðar að vegna veðurs eru snjómokstursmenn eingöngu að berjast við að halda stofnæðum og forgangi opnum – þá væntanlega á Sauðárkróki.
Meira