A-Húnavatnssýsla

Lið Kormáks/Hvatar á bullandi siglingu

„Heitasta lið 3. deildar komið í 5. sætið með sigrinum í kvöld. Fullt af fastamönnum frá en aðrir stíga upp. Ósigraðir í síðustu sex leikjum. Gaman!“ segir á aðdáendasíðu Kormáks en þar má fylgjast með helstu fréttum af leikjum Kormáks/Hvatar og ævintýrum þeirra í fótboltanum. Í gærkvöldi spilaði lið Húnvetninga á Hvammstangavelli og sá til þess að Vængir Júpiters náðu ekki að hefja sig til flugs. Lokatölur 2-0.
Meira

Kristín virkilega sátt með Húnavökuhelgina

„Hátíðin gekk virkilega vel,“ tjáði Kristín Ingibjörg Lárusdóttir Feyki að aflokinni Húnavöku en Kristín er skipuleggjandi Húnavökunnar og starfar sem menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar. „Ég gerði miklar breytingar á staðsetningum á hátíðarsvæði og breytingin hitti í mark. Allir viðburðir voru mjög vel sóttir og mikið af fólki í bænum. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið fjölmennasta Húnavaka hingað til,“ segir Kristín sem var hin ánægðasta þegar Feykir tók púlsinn á henni.
Meira

Ég fæ gjarnan innblástur af litum úr náttúrunni

Margrét Aðalsteinsdóttir býr á Sauðárkróki og hef verið þar í bráðum 30 ár en er fædd og uppalin á Akureyri. „Maðurinn minn, Örn Ragnarsson er Króksari og 1993 fluttum við í Skagafjörðinn. Við eigum fjögur uppkomin börn og tvö barnabörn. Ég er hjúkrunarfræðingur og starfa í Árskóla og einnig á heilsugæslunni hér“ segir Margrét.
Meira

Nýútkomin bók Jóhanns F.K. Arinbjarnarsonar

Nú í júní kom út bókin ÓGNAREÐLI – GLÆPSAMLEG ÁSTARSAGA eftir rithöfundinn og Húnvetningurinn Jóhann F.K. Arinbjarnarson. Bókin ÓGNAREÐLI – GLÆPSAMLEG ÁSTARSAGA er sannkallaður sumarsmellur og hentar vel í hvaða tjaldvagn, hjólhýsi eða sumarbústað sem er.
Meira

Jón sigraði á Húnavökumótinu

Húnahornið segir af því að Húnavökumót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi fór fram síðastliðinn laugardag á Vatnahverfisvelli í ljómandi góðu veðri. Fimmtán keppendur voru skráðir til leiks og var mótið bæði skemmtilegt og spennandi frá upphafi til enda. Það fór svo að lokum að Jón Jóhannsson úr GÓS stóð uppi sem sigurvegari með 38 punkta.
Meira

Gerum betur!

Strandveiðar hafa sýnt og sannað að vera ein öflugasta byggðaaðgerð sem VG kom á sumarið 2009. Vinstri græn undir minni forystu í atvinnuveganefnd leiddu þverpólitíska vinnu á sl. kjörtímabili í að endurskoða strandveiðikerfið í ljósi reynslunnar.
Meira

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar afhent í fyrsta sinn

Á Húnavöku afhenti umhverfisnefnd Húnabyggðar umhverfisverðlaun nýja sveitarfélagsins í fyrsta sinn en verðlaunineru veitt einstaklingum fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.
Meira

Dögun hlaut 20 milljón króna styrk til orkuskipta

Í vor auglýsti Orkusjóður eftir styrkjum samkvæmt áherslum stjórnvalda í orkuskiptum og nú hefur sjóðurinn tilkynnt um hverjir hljóta styrki. Alls var úthlutað til 137 verkefna víðs vegar um landið og þar af hlutu ellefu verkefnií Húnavatnssýslum styrki og þrjú í Skagafirði. Dögun ehf. rækjuvinnsla á Sauðárkróki hlaut hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra eða 20 milljónir króna til orkuskipta en í Húnavatnssýslum fékk Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir hæsta styrkinn, tæplega 14 milljóni króna, til að tengja Þorgrímsstaði við dreifikerfi RARIK og minnka þannig olíunotkun.
Meira

Tuttugasta hátíð Elds í Húnaþingi

Eldur í Húnaþingi hefst formlega á morgun með setningarhátíð við Félagsheimilið á Hvammstanga klukkan 17:30. Eftir setningarathöfnina verður alþjóðamatur í Félagsheimilinu, í boði hinna ýmsu þjóðarbrota Húnaþings vestra. Þá munu harmonikkuspilarar Húnaþings vestra sömuleiðis stíga á stokk.
Meira

Knattspyrnudeild Hvatar óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins

Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi leitar nú að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun.
Meira