Lið Kormáks/Hvatar á bullandi siglingu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
24.07.2022
kl. 00.23
„Heitasta lið 3. deildar komið í 5. sætið með sigrinum í kvöld. Fullt af fastamönnum frá en aðrir stíga upp. Ósigraðir í síðustu sex leikjum. Gaman!“ segir á aðdáendasíðu Kormáks en þar má fylgjast með helstu fréttum af leikjum Kormáks/Hvatar og ævintýrum þeirra í fótboltanum. Í gærkvöldi spilaði lið Húnvetninga á Hvammstangavelli og sá til þess að Vængir Júpiters náðu ekki að hefja sig til flugs. Lokatölur 2-0.
Meira