Veðurstofan varar við rigningu og kulda í dag og á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.08.2022
kl. 00.51
Töluvert hefur rignt síðustu daga á norðanverðu landinu og mest á Siglufirði. Í gær, þriðjudag, var viðvarandi úrkoma en ekki sérstaklega mikil ákefð, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurspár gera ráð fyrir að það bæti í ákefð í nótt og rigni hressilega á miðvikudag og fimmtudag á Tröllaskaga. Gul veðurviðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra um hádegi í dag og á það einkum við austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira