A-Húnavatnssýsla

Sjónhorni og Feyki seinkar

Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útgáfu Sjónhornsins og Feykis í þessari viku og eru áhangendur, auglýsendur og áskrifendur beðnir afsökunar á því. Miðlarnir fara að öllum líkindum í dreifingu á morgun, fimmtudag, og ættu því allflestir á drefingarsvæðinu að vera komnir með Sjónhornið í hendur fyrir helgi eins og vanalega.
Meira

4,5 milljónir til styrkvega

Vegagerðin hefur samþykkt 4,5 milljón króna fjárveitingu á þessu ári til svokallaðra styrkvega í Húnabyggð en um er að ræða tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt lögum. Byggðaráð Húnabyggðar fagnar fjárveitingunni og hefur lagt til ráðstöfun á henni til fjögurra verkefna.
Meira

Blóðtaka úr hryssum mikilvægur þáttur í landbúnaði Húnabyggðar

Byggðaráð Húnabyggðar telur að blóðtaka úr fylfullum hryssum sé mikilvægur þáttur í landbúnaði í sveitarfélaginu og hafi um árabil verið mikilvæg stoð í atvinnulífi í dreifbýli þess. Ráðið telur eðlilegt að skerpt sé á umgjörð um blóðtöku og að unnið sé markvisst að því að tryggja velferð og heilbrigði þess búfénaðar sem um ræðir.
Meira

Gott stig sótt í Garðabæinn

Lið Kormáks/Hvatar spændi suður í Garðabæ í gær og lék í Miðgarði við lið heimamanna í KFG sem sátu á toppi 3. deildarinnar áður en 9. umferðin fór í gang. Húnvetningar hafa aftur á móti verið að berjast á hinum enda deildarinnar, náðu að vinna góðan sigur í síðustu umferð og nú nældu þeir í gott stig í Garðabæinn. Lokatölur reyndust 1-1.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd hlýtur Jafnlaunavottun

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85 en sagt er frá þessu á vef Skagastrandar. Vottunin er staðfesting á því að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins uppfylli kröfur Jafnlaunastaðalsins. Með jafnlaunavottuninni hefur Sveitarfélagið öðlast heimild Jafnréttisstofu að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.
Meira

Unnur Valborg hættir sem framkvæmdastjóri SSNV

Í morgun kom ný stjórn SSNV saman til fjarfundar og lágu níu dagskrárliðir fyrir fundarmönnum. Stærsta fréttin af fundinum telst vafalaust uppsögn framkvæmdastjóra samtakanna, Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin fjögur ár.
Meira

Olís breytir þjónustustöðvum í ÓB á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ

Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar ÓB. Þetta er liður í stefnu Olís að útvíkka þjónustu- og vöruframboð á þeim þjónustustöðvum sem eftir standa. Olís mun eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar og hefur einnig komið fram að Olís mun leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað um miðjan september. 
Meira

Rabb-a-babb 210: Ugla Stefanía

Nafn: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Búseta: Búsett með maka í Bretlandi, en með annan fótinn á Íslandi. Hvað er í deiglunni: Það er ýmislegt. Ég starfa sem stendur sem dálkahöfundur hjá dagblaðinu Metro í Bretlandi, ásamt því að reka kvikmyndaverkefnið My Genderation, sem snýr að því að búa til heimildarmyndir og annað efni um transfólk og reynslu þeirra. Svo er ég líka á fullu í réttindabaráttu fyrir hinsegin fólk bæði í Bretlandi og á Íslandi. Ætli ég skelli mér ekki bara í pólítík fyrir einhvern sniðugan flokk á næstu árum? Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Ég nota óspart: „Víða er pottur brotinn“.
Meira

HSN Blönduósi lokar fyrir heimsóknir

Vegna aukinna Covid smita á HSN Blönduósi, þá er búið að loka fyrir allar heimsóknir um óákveðin tíma.
Meira

Opnar sýningu í Hillebrandshúsinu í gamla bænum á Blönduósi

Laugardaginn 2. júlí klukkan 16:00 opnar Finnbogi Pétursson myndlistarmaður sýningu í Hillebrandshúsinu í gamla bænum á Blönduósi. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Í texta með sýningunni skrifar Áslaug Thorlacius sýningarstjóri;
Meira