A-Húnavatnssýsla

Flestir í þjóðkirkju, fæstir í Vitund

Skráðum einstaklingum í þjóðkirkjuna hefur fækkað um 1.061einstakling síðan 1. desember 2021, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár en alls voru 228.205 skráð í þjóðkirkjuna þann 8. júlí sl. Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.710 skráða meðlimi og hefur þeim fækkað um 27 á áðurnefndu tímabili eða um 0,2%.
Meira

Gagnrýna drög að frumvarpi um sameiningu sýslumannsembætta

Fram kemur á vef SSNV að í Samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar mál nr. 122/2022, Drög að frumvarpi til laga um sýslumann með umsagnarfresti til 31. júlí 2022. á 76. fundi stjórnar SSNV, sem haldin var 5. apríl 2022, var brugðist við bréfi frá dómsmálaráðherra vegna fyrirhugaðrar endurskipulagningar sýslumannsembætta. Þar kemur fram að stjórn SSNV hafi áhyggjur af því að sýslumannsembættin verði sameinuð í eitt og gagnrýnir að ekki hafi verið haft samráð við sveitarfélögin í undirbúningi þeirrar endurskipulagningar. Í bréfi dómsmálaráðherra er vísað er í hraða stafræna þróun og að núverandi skipulag skipulag henti illa af þeim sökum.
Meira

Hólahátíð um helgina

Hin árlega Hólahátíð fer fram um næstu helgi þar sem ýmislegt verður á dagskránni. Byrjað verður á pílagrímagöngu frá Gröf á Höfðaströnd og heim að Hólum á laugardagsmorgni en boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fram á sunnudageftirmiðdegi. Meðal dagskrárliða mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígja sr. Gísla Gunnarsson til embættis vígslubiskups í Hólaumdæmi.
Meira

Hornfirðingar rændu Húnvetninga í blálokin

Lið Kormáks/Hvatar fékk Hornfirðingana í Sindra í heimsókn á Blönduósvöll í gærdag. Fyrir umferðina sat lið heimamanna þægilega í efri hluta 3. deildarinnar en gestirnir hafa verið að gera sig digra í toppbaráttunni og máttu illa við því að tapa stigum. Allt stefndi þó í að liðin skiptu stigunum á milli sín en skömmu fyrir leikslok tókst Sindra að koma boltanum í mark heimamanna og fóru því alsælir heim á Höfn. Lokatölur 0-1.
Meira

„Handavinna hefur alltaf gefið mér mikla ró og segja má að hún næri í mér sálina“

Lilja býr ásamt manni sínum Val Valssyni og Ásrúnu dóttir þeirra í Áshildarholti. Þó það séu kannski ekki hannyrðir en þá gerðum þau hjónin húsið upp ásamt góðu fólki, en föðuramma Lilju átti húsið og þar finnst þeim dásamlegt að vera.
Meira

Stiklað á stóru um ferðalag Kvennakórsins Sóldísar til Ítalíu

Snemma árs 2020 segir í frétt í Feyki að Kvennakórinn Sóldís ætlaði að fagna tíu ára starfsafmæli sínu en fyrstu tónleikar kórsins voru haldnir í menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð á konudaginn, sem þá bar upp á 20. febrúar. Kórinn hóf starfsemi um haustið áður og segir í annarri frétt í Feyki að hann hafi slegið eftirminnilega í gegn á kvennafrídeginum er hann söng á samkomu sem haldinn var í tilefni dagsins í Miðgarði þann 24. október 2011.
Meira

Um 80 Dylanlög verða flutt á Dylanhátíð á Skagaströnd

Dagana 13.-14. ágúst verður tónlistarhátíðin Eins og veltandi steinn haldin á Skagaströnd en hátíðin er tileinkuð tónlist Bob Dylan. Til stóð að halda hátíðina í fyrra en þá greip Covid-faraldurinn inn í og lífinu var slegið á frest. Nú verður gerð önnur tilraun til að heiðra þennan magnaða tónlistarsnilling. Einn af forsprökkum hátíðarinnar er Hermann Sæmundsson og Feykir hafði samband við hann og forvitnaðist örlítið um Dylan hátíðina á Skagaströnd.
Meira

Jarðvinnsla í Spákonufelli 2022

Fram kemur á vef Skagastrandar að áætlað er að jarðvinna í ágúst bæði fyrir haustgróðursetningu 2022 og vorgróðursetningu 2023 samtals um 60 hektara.
Meira

Stórlaxar í Húnaþingi

Hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á þurrt í húnvetnskum laxveiðiám síðustu vikurnar. Upp úr miðjum júlí veiddi Oddur Rúnar Kristjánsson 102 sentímetra langan lax í Hrútafjarðará og Lord Falmouth veiddi 105 sentímetra langan lax í Laxá á Ásum 22. júlí. Theódór Friðjónsson veiddi 100 sentímetra langan lax í Miðfjarðará 2. ágúst og daginn áður veiddi Ragna Sara Jónsdóttir 97 sentímetra lax í Blöndu. Vel hefur veiðst í húnvetnsku laxveiðiánum síðustu vikuna.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Fram kemur á vef Veðurstofu íslands að gul viðvörun er á Norðurlandi vestra í dag og verður talsverð eða mikil rigning, einkum austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira