A-Húnavatnssýsla

Til veiga, til veiga vér vekjum sérhvern mann - kominn er illviðrakonungurinn þorri enn.

Í dag er bóndadagur eða fyrsti dagur þorra samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og er hann þar fjórði mánuður vetrar, næstur á eftir mörsugi. Þorri hefst ætíð á föstudegi á tímabilinu 19.-25. janúar og lýkur á laugardegi fjórum vikum síðar en næsti mánuður, góan, heilsar á sunnudegi.
Meira

Ámundakinn eignast húsnæði Arionbanka á Blönduósi

Ámundakinn ehf. hefur eignast húseign Arion banka hf. að Húnabraut 5 á Blönduósi en fulltrúar þeirra undirrituðu um miðjan desember samning um kaupin.
Meira

Kirkjan á Sauðárkróki lýst appelsínugul í tilefni vitundarvakningar Krafts

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hóf vitundarvakningu og fjáröflunarherferð í gær sem stendur til 4. febrúar nk. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið.
Meira

Fróðleiksfundur um COVID úrræði stjórnvalda

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og KPMG bjóða til gagnvirks fræðslufundar um COVID úrræði stjórnvalda þann 29. janúar næstkomandi.
Meira

Blönduósbær með hæst hlutfall erlendra ríkisborgara á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands birti nýlega upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2020. Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga, frá rúmum 44% niður í 1% en að jafnaði er hlutfallið um 14% sé horft til allra sveitarfélaga.
Meira

Fyrstu alíslensku þorralögin aðgengileg á Spotify

Bóndadagurinn er á morgun og gengur þá þorri í garð. Árni Björnsson segir í riti sínu Saga daganna að um fyrsta dag þorra hafi Jón Halldórsson í Hítardal (f. 1665) skrifað til Árna Magnússonar 1728, að sú hefð væri meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tiginn gest væri að ræða. Þau tímamót verða nú að fyrstu alíslensku þorralögin eru aðgengileg á Spotify og geta hljómað allan þorramánuðinn.
Meira

Gul viðvörun til hádegis

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Norðurlandi og verður svo fram til hádegis. Hvöss norðan og norðaustan átt er á landinu og verður áfram næstu daga. Spáin gerir ráð fyrir stífri norðan og norðaustan átt en hvassari á stöku stað með talsverðri snjókomu, einkum á Tröllaskaga þar sem er óvissustig vegna snjóflóða og hættustig á Siglufirði.
Meira

Geðhjálp býður 30 skammta af G-vítamíni á þorranum

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt,“ segir í tilkynningu frá Geðhjálp sem býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Á næstu dögum mun dagatal með G-vítamínsskömmtum verða sent inn á hvert heimili á Íslandi en einnig verður hægt að nálgast dagatalið í völdum sundlaugum og verslunum um allt land.
Meira

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu auglýsir laust starf

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu óskar eftir að ráða starfsmann í samstarfi við Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu. Um er að ræða fjölbreytt starf sem tengist að mestu skjalamálum og skjalavinnslu undir leiðsögn héraðsskjalavarðar, en einnig afgreiðslu á bókasafni.
Meira

Forval VG í NV-kjördæmi

Kjördæmisþing Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma á fjölmennum fundi í gærkvöldi að halda forval til að velja á framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir á Sauðárkróki var endurkjörin formaður kjördæmisráðsins.
Meira