Nú er hann lagstur í norðanátt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.01.2021
kl. 08.24
Vetrarveður er nú um landið norðan og austanvert og eru dregur færðin dám af því þó flestir vegir séu reyndar færir. Ófært er um Þverárfjall vegna óveðurs og einnig á Siglufjarðarvegi utan Ketiláss. Þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi. Þungfært er milli Ketiláss og Hofsóss og snjóþekja með skafrenningi og éljagangi milli Hofsóss og Sauðárkróks. Vegurinn um Öxnadalsheiði er þungfær og þar er skafrenningur. Á öðrum vegum er hálka samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is.
Meira