A-Húnavatnssýsla

Eigendur hrossa minntir á að sjá þeim fyrir aðgangi að vatni

Matvælastofnun vekur athygli á því að vegna viðvarandi frostatíðar eru hrossahólf nú víða orðin vatnslaus og er breytinga ekki að vænta á næstu dögum. Því minnir stofnunin á skyldur eigenda og umráðamanna til að sjá hrossum á útigangi fyrir aðgangi að vatni eða snjó til að tryggja heilsu þeirra og velferð.
Meira

Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag

Framtíðarsýnin þarf að vera skýr: Sjálfbær nýting auðlinda, þar sem hugað er að góðri nýtingu hráefna og löngum endingartíma vöru strax við hönnun og framleiðslu. Ný úrgangsstefna innleiðir kerfi sem ýtir undir deilihagkerfið, viðgerðir, endurnotkun og endurvinnslu. Hún ýtir undir að við umgöngumst úrgang sem verðmæti sem hægt er að búa til eitthvað nýtt úr. Þetta er það sem kallað er hringrásarhagkerfi, þar sem hráefnin eru notuð hring eftir hring. Slíku hagkerfi þarf að koma á í stað línulegs framleiðsluferlis, þar sem vörur eru notaðar, oft í stuttan tíma, og þeim síðan einfaldlega hent. Hættum slíkri sóun.
Meira

Nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd stóðu sig með glæsibrag

Í gær afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verðlaun á Bessastöðum í lestrarkeppni grunnskóla en keppnin var á vegum Samróms, samstarfsverkefnis um máltækni sem Almannarómur, Deloitte, Háskólinn í Reykjavík og Nýsköpunarsjóður námsmanna standa að. Höfðaskóla á Skagaströnd lenti í 2. sæti í sínum flokki með 102.535 lesnar setningar og í 3. sæti á landsvísu og var því hópur nemenda mættur á Bessastaði.
Meira

Gaukar þú mat að garðfuglum? Fuglatalning um helgina

Hin árvissa Garðfuglahelgi Fuglaverndar hefst á morgun 29. janúar og stendur til mánudagsins 1. febrúar en þá eru fuglavinir hvattir til að skrá fugla sem líta við í garðinn í eina klukkustund og senda Fuglavernd talningartölurnar. Velja má þann dag sem best hentar á þessu tiltekna tímabili. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að nú sé hart í ári hjá mörgum fuglum sem þreyja þorrann á landinu og eru fuglavinir hvattir til að gauka að þeim fóðri og fersku vatni reglulega.
Meira

Bjargráðasjóður greiðir styrki

Bjargráðasjóður hefur greitt 442 milljónir króna í styrki vegna mikils kal- og girðingatjóns veturinn 2019-2020. Mikið tjón varð á ræktarlandi og girðingum á tímabilinu og því hafði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, frumkvæði að því að sjóðnum yrðu tryggðar 500 milljónir til að koma til móts við bændur og það tjón sem þeir urðu fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Meira

Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum

Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um tíu ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heimsfaraldurins eru þær spár ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin að fara af stað aftur með litlum fyrirvara þá má gera ráð fyrir að endurreisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur verið. Það er því ennþá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi með opnum huga á möguleika til stuðnings við ferðaþjónustuna til að tryggja það að nægileg þjónusta verði í boði á öllu landinu þegar heimurinn opnast á ný.
Meira

Rabb-a-babb 194: Magdalena

Nafn: Magdalena Margrét Einarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Foreldrar mínir eru Einar Svavarsson og Sigríður Hermannsdóttir á Hjallalandi í Vatnsdal og þar er ég alin upp. Starf / nám: Ég er bóndi og grunnskólakennari í Húnavallaskóla. Í vetur stunda ég diplómanám frá HÍ, íslenska sem annað tungumál og lýk ég náminu nú í vor. Besti ilmurinn? Ilmurinn af rjúpunum á jólunum. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Eiginmanni mínum og börnunum tveimur vegna þess að þau standa mér næst. En ég gæti ekki skilið foreldra mína útundan því þau hafa alltaf staðið við bakið á mér og mínum.
Meira

Hæfnihringir vinsælir

Góð aðsókn er í Hæfnihringi sem er stuðningur fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni og hafa rúmlega 40 konur skráð sig til þátttöku. Verkefnið er samstarfsverkefni atvinnuþróunarfélaga og landshlutasamtaka en að því standa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjarðarstofa, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Austurbrú, Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum/atvinnuþróunarfélagið Heklan.
Meira

Allar veiðar á villtum dýrum, skulu vera sjálfbærar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti fyrir helgi á Alþingi fyrir frumvarpi um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Um er að ræða heildarendurskoðun laga, sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og segir á vef stjórnarráðsins að í skýrslu nefndar um lagalega stöðu villtra fugla og spendýra frá apríl 2013, sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra, hafi ýmsar tillögur verið sem horft var til við gerð frumvarpsins.
Meira

Vatnsveitustyrkir fyrir lögbýli

Næstkomandi mánudag, þann 1. febrúar, opnar Matvælastofnun fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum. Umsókn um styrk til vatnsveituframkvæmda (nr. 10.06) er í þjónustugátt MAST sem er aðgengileg á vef Matvælastofnunar. Umsækjandi skráir sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Meira