A-Húnavatnssýsla

Guðjón S. Brjánsson gefur ekki kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég hef setið á Alþingi Íslendinga frá alþingiskosningunum 2016 fyrir Samfylkinguna – Jafnaðarmannaflokk Íslands í Norðvesturkjördæmi. Á þeim tíma hef setið sem 1. varaforseti Alþingis og unnið í allsherjar- og menntamálanefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd ásamt því að hafa verið formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
Meira

Erfitt að sækja sjóinn í síðustu viku

Það var rólegt á miðunum í síðustu viku enda sóttu fáir sjóinn. Það héldu margir að vorið væri komið en þó það styttist óðfluga í það þá minnti vetur konungur allhressilega á sig seinni part vikunnar og var því aðeins hægt að sækja sjóinn í byrjun síðustu viku.
Meira

Rakel og Harri Karlson – Leiðari Feykis

Mörg ævintýrin hafa skemmt fólki um allan heim í gegnum aldirnar og ekki síst um hinar ýmsu almúgastúlkur sem á endanum giftust konungsonum eftir ýmis misalvarleg atvik. Nærtækt dæmi er ævintýrið um Öskubusku sem átti fremur leiðigjarna ættingja er lögðu hana í grimmt einelti. En eins og í góðu ævintýri höguðu örlögin því þannig að hún kynntist prinsinum fagra að endingu og þau lifðu hamingjusöm upp frá því.
Meira

Nemendur Höfðaskóla klöktu út níu hænuungum

Nemendur á miðstigi Höfðaskóla á Skagaströnd, ásamt kennara sínum, hafa ungað út níu hænuungum og er skólastarfið því með líflegra móti þessa dagana. Sara Diljá Hjálmarsdóttir, skólastjóri, segir að þau hafi langað til að fara í svona verkefni í tengslum við náttúrufræði og má segja að ungir sem aldnir skemmti sér vel yfir ungviðinu.
Meira

Rabb-a-babb 196: Ragnhildur lögga

Nafn: Ragnhildur Haraldsdóttir. Starf / nám: Starfa hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Blönduósi. Er hestafræðingur og leiðbeinandi frá Háskólanum á Hólum, eins hef ég lokið BA gráðu í lögreglu- og löggæslufræðum við Háskólann á Akureyri. Upp á síðkastið hef ég verið að dunda mér í meistaranámi í lögfræði sem ég ætla að reyna að taka í einhverjum skömmtum. Svo, ef starf eða áhugamál má kalla, þá er ég í sveitarstjórn sem er ótrúlega lærdómsríkt og skemmtilegt en þó lúmskt tímafrekt. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Þessi spurning var borin undir fjölskyldumeðlimi og vakti titillinn Margan hef ég skammað mesta kátínu og fékk flest stig. :o)
Meira

Öllum skylt að sótthreinsa hendur áður en matur er sóttur á hlaðborðið

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 18. mars og byggja í meginatriðum á tillögum sóttvarnalæknis sem fela fyrst og fremst í sér auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði. Þá eru einnig gerðar ríkari kröfur til sóttvarnaráðstafana þar sem boðið er upp á hlaðborð.
Meira

Grískur matarþáttur

Matgæðingur í tbl 44, 2020 var Rakel Sunna Pétursdóttir. Hún er ættuð úr Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið Þórukoti í Víðidal. Rakel Sunna býr núna í Reykjavík með kærastanum sínum og litla bróður en þar stundar hún nám við snyrtifræðibraut Fjölbrautaskóla Breiðholts.
Meira

25,4 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði

Húsafriðunarsjóður opinberaði fyrir helgi styrkveitingar sínar fyrir árið 2021 en fjöldi umsókna var 361 og hafa aldrei verið fleiri. Á heimasíðu Minjastofnunar kemur fram að að veittir hafi verið alls 240 styrkir, samtals 305.000.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,5 milljarð króna. Alls fengu 20 verkefni á Norðurlands vestra 25,4 milljónir króna.
Meira

Billegur áróður þingmanns Samfylkingarinnar

Nú í aðdraganda alþingiskosninga er kunnuglegt stef farið að hljóma úr ranni vinstriflokkanna gegn íslenskum sjávarútvegi. Aðförin að greininni, og þar með lífsviðurværi mörg þúsund Íslendinga landið um kring, byggir á því að þjóðin fái ekki nægjanlega mikið í sinn hlut af arði fiskveiðiauðlindarinnar. Á þeim nótum var grein Guðjóns S Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hann birti í héraðsmiðlum Norðvesturkjördæmis í síðustu viku.
Meira

Leit Fuglaverndar að Fugli ársins 2021 er hafin!

Fuglar eru hluti af daglegu lífi fólks, flestir eiga sinn uppáhalds fugl og hverjum þykir sinn fugl fagur. Í vetur hafa staðfuglar og vetrargestir glatt okkur með nærveru sinni en nú nálgast vorið og farfuglarnir fara að tínast til okkar á eyjunni fögru. Fuglavernd ætlar að fagna vorkomunni með kosningu á Fugli ársins 2021 og verður sigurvegarinn kynntur með fjaðrafoki og látum á sumardaginn fyrsta.
Meira