Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd eignast nýja bíla
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.01.2021
kl. 11.06
Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd festu á haustdögum kaup á nýjum bifreiðum og hafa þær verið teknar í notkun. Nýi slökkvibíllinn var keyptur frá Feuerwehrtechnik Berlin og er af gerðinni MAN TGM, árgerð 2020. Bíllinn er hinn glæsilegasti, með 3000 lítra vatnstanki og 300 lítra froðutanki ásamt því að vera búinn öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa.
Meira