A-Húnavatnssýsla

Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd eignast nýja bíla

Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd festu á haustdögum kaup á nýjum bifreiðum og hafa þær verið teknar í notkun. Nýi slökkvibíllinn var keyptur frá Feuerwehrtechnik Berlin og er af gerðinni MAN TGM, árgerð 2020. Bíllinn er  hinn glæsilegasti, með 3000 lítra vatnstanki og 300 lítra froðutanki ásamt því að vera búinn öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa.
Meira

Nýr fulltrúi Ós-lista í sveitarstjórn Blönduóssbæjar

Jón Örn Stefánsson hefur tekið sæti sem nýr fulltrúi Óslistans í sveitarstjórn Blönduósbæjar í stað Birnu Ágústsdóttur sem baðst lausnar frá störfum á vegum sveitarfélagsins á fundi sveitarstjórnar þann 12. janúar sl. Valgerður Hilmarsdóttir verður jafnframt nýr varamaður í sveitarstjórn.
Meira

Iða Marsibil býður sig fram í annað til þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins

Iða Marsibil Jónsdóttir býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Framsóknar til alþingiskosninga í NV kjördæmi. Iða er fædd árið 1977 og uppalin á Bíldudal. Að loknum grunnskóla lá leið hennar á Laugarvatn þar sem hún sótti nám við Menntaskólann. Nokkru síðar á lífsleiðinni stundaði hún nám við Háskólann á Bifröst og útskrifaðist þaðan sem viðskiptafræðingur árið 2006. Árið 2014 flutti hún aftur heim til Bíldudals til að taka þátt í uppbyggingu sem orðið hefur á svæðinu síðustu ár sem hún segir hafa verið í senn krefjandi og skemmtilegt verkefni.
Meira

Fleiri vilja í fyrsta sætið hjá Framsókn

Það er líf og fjör í framboðsmálum hjá framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi eftir að Ásmundur Einar Daðason sem skipaði efsta sæti listans í síðustu kosningum, ákvað að taka slaginn í Reykjavík norður í vor. Nú hafa tveir framjóðendur bæst í hóp þeirra sem bjóða sig fram í fyrsta sætið, þær Guðveig Lind Eyglóardóttir í Borgarnesi sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. – 2. sæti og Önfirðingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir, sem áður hafði boðið sig fram í annað sæti listans, en eins og fram kom í frétt á Feyki.is í gær hefur Stefán Vagn Stefánsson á Sauðárkróki ákveðið að taka stefnuna á fyrsta sætið.
Meira

Breytingum á aldursviðmiðum brjóstaskimana frestað

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Breyt­ing­arnar fólust í því að neðri aldursmörk skimana færðust úr 40 árum í 50 en hærri mörk úr 69 árum í 74. Áttu þær að ganga í gildi nú um ára­mót­in ásamt þeirri breyt­ingu að skim­an­ir fyr­ir brjósta- og leg­hálskrabba­meini færðust úr hönd­um Krabba­meins­fé­lags­ins til hins op­in­bera.
Meira

Stefán Vagn stefnir á efsta sæti á lista Framsóknar fyrir þingkosningar í haust

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og formaður byggðarráðs Svf. Skagafjarðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Hann hafði áður gefið kost á sér í annað sæti listans en gírar sig nú upp í efsta sætið í kjölfar þess að Ásmundur Einar Daðason söðlar um og gefur kost á sér á lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Meira

Ásmundur Einar hyggst taka slaginn í Reykjavík norður

Það eru sviptingar hjá Framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi. Um áramótin lá, að því er virtist, ljóst fyrir að Halla Signý Kristjánsdóttir frá Bolungarvík og Króksarinn Stefán Vagn Stefánsson myndu bítast um annað sæti á lista Framsóknar í komandi póstkosningum. Það var því ekki sótt að ráðherranum Ásmundi Einari Daðasyni sem skipaði efsta sæti listans í síðustu kosningum og því allt útlit fyrir að hann gengi að sætinu vísu. Nú hefur Ásmundur Einar hins vegar lýst því yfir að hann muni gefa kost á sér í Reykjavík norður sem sannarlega er óvænt flétta.
Meira

Tveir í einangrun á Norðurlandi vestra

Tveir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmits samkvæmt nýrri tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra. Tekið er fram í tilkynningu að smitin séu landamærasmit og því ekki tilkomin á svæðinu. Fólk er samt sem áður hvatt til að halda vöku sinni áfram og muna einstaklingsbundnar sóttvarnir.
Meira

Sóttvarnarreglum breytt í dag

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra um fjölda­tak­mark­an­ir ­tekur gildi í dag og er henni ætlað að gilda næstu fimm vikurnar eða til 17. febrúar. Stærstu breytingarnar eru þær að sam­komutak­mörk verða rýmkuð í 20 manns, heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvum verður heim­ilt að halda skipu­lagða hóp­tíma með ströng skil­yrðum en skemmtistöðum, krám og spila­söl­um verður enn gert að hafa lokað.
Meira

Viðskiptahraðallinn Hugsum hærra hafinn

Viðskiptahraðallinn Hugsum hærra hófst síðastliðinn mánudag, 11. janúar, með þátttöku tíu fyrirtækja af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Hraðallinn er unninn í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Senza og Vestfjarðarstofu og standa vinnustofur yfir þessa viku. Markmið hraðalsins er að aðstoða fyrirtæki að vinna fjárfestakynningar, skrifa styrkumsóknir, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Fyrirtækin halda svo áfram í reglulegri eftirfylgni með atvinnuráðgjafa samtakanna næstu mánuðina.
Meira