A-Húnavatnssýsla

Söguganga í Vatnsdalshólum

Söguganga eftir gamla þjóðveginum í gegnum Vatnsdalshólana, sem var aflagður sem þjóðbraut 1937, verður farin laugardaginn 3. ágúst næstkomandi. Þessi vegur var opnaður sem gönguleið síðasta sumar og er hægt að fara út í Þrístapa við landamerkin efst í Hólunum.
Meira

Eldað í Air-fryer - blómkálsvængir og kanilsnúningar

Þá er komið að því að kynna tvo nýja rétti sem hægt er að græja í air fryer og verður boðið upp á blómkálsvængi með hlynsírópsgljáa og kanilsnúninga…. Mmmmm nammi namm...
Meira

Húnvetningar fjarlægjast fallbaráttuna

Það var mikil hátíð á Hvammstanga í dag þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti knattspyrnukempum Fjallabyggðar (KF) í 2. deildinni og það í miðjum Eldi í Húnaþingi. Það var ekki til að slá á gleðina að heimamenn nældu í öll stigin og klifruðu upp úr tíunda sætinu í það áttunda og eru nú í sjö stiga fjarlægð frá fallsæti. Lokatölur 3-1.
Meira

Mexíkósúpa og gamaldags karamella

Það er Inga Jóna Sigmundsdóttir sem er matgæðingur Feykis í tbl 33 í fyrra. Inga er fædd á því herrans ári 1970 og er alin upp á besta staðnum, Sauðárkróki, eins og hún orðaði það sjálf. Þar hefur hún alltaf búið fyrir utan fjögur ár, tvö ár á Akranesi og tvö ár í Moelven í Noregi. Inga er leikskólaliði á leikskólanum Ársölum og á fjögur börn, Sævar 27 ára, Ásrúnu 26 ára, Eyþór 19 ára og Evu Zilan 11 ára. 
Meira

Valdís Ósk Óladóttir ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd hjá Skagafirði

Á vef Skagafjarðar segir að Valdís Ósk Óladóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Valdís er með BSc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Valdís Ósk hefur góða þekkingu á barnaverndarlögunum og skrifaði meistaraprófsritgerð sína um réttindi barna og þvingunarúrræði skv. barnaverndarlögum. Samhliða námi sínu hefur Valdís Ósk starfað hjá Barna- og fjölskyldustofu og á meðferðarheimilinu Krýsuvík og öðlast þar reynslu í ráðgjöf og vinnslu barnaverndarmála.
Meira

Forvarnaráætlun fyrir leik/grunn og framhaldsskóla á Norðurlandi vestra

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnvetninga fékk styrk upp á fjórar milljónir frá Sprotasjóði Rannís í maí 2023 til að vinna að forvarnaráætlun fyrir börn á leik/grunn og framhaldsskólaaldri. Markmið verkefnisins var að búa til sameiginlega forvarnaáætlun fyrir Norðurland vestra til fjögurra ára sem stuðla myndi að farsæld og forvörnum allra barna á svæðinu. Forvarnir eru til alls fyrst og er áætlunin öllum aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra.
Meira

Frítt inn á Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 28. júlí

Í tilefni af hátíðinni Eldur í Húnaþingi sem haldin er þessa dagana verður frítt inn á Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 28. júlí. Safnið er opið milli kl. 9-17 og er staðsett á Reykjum í Hrútafirði í Húnaþingi vestra, tæpum kílómeter frá þjóðvegi eitt og leggur safnið áherslu á líf og störf fólks og síðari hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20.
Meira

Sigtryggur og Þórir boðaðir til æfinga fyrir undankeppni Eurobasket 2025

Karlalandsliðið Íslands í körfuknattleik verður við æfingar núna síðustu daga júlí mánaðar. Æfingarnar er liður í undirbúningi fyrir síðustu leikina í undankeppni EuroBasket 2025 sem verða spilaðir í nóvember og febrúar. Tveir leikmenn Tindastóls voru boðaðir til æfinga, þeir Sigtryggur Arnar Björnsson og Þórir Þorbjarnarson.
Meira

Helvítis illgresið! | Leiðari 28. tölublaðs Feykis

Þegar veður er gott þá langar mig ekkert meira en að fara upp í bústað og beint í drullugallann. Það tekur mig nefnilega ekki nema 15 mínútur að keyra þangað en dagarnir til að sýsla í þessu hafa ekki verið margir í ár og garðurinn því eftir því – allur út í illgresi.
Meira

Inga Sigríður og Inga Sólveig skrifa undir samning

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningum við þær Ingu Sigríði og Ingu Sólveigu um að spila áfram fyrir Tindastól í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Dagur Þór formaður deildarinnar segir þetta mjög góðar fréttir fyrir félagið „Það er mikilvægt að halda áfram að byggja upp og horfa til framtíðar“
Meira