Jólakveðja frá Textílmiðstöð Íslands 2022

Nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka og skoða það sem hefur gerst hjá okkur í Textílmiðstöð Íslands. Heimurinn hefur opnast aftur og við og samstarfsaðilar okkar höfum verið á ferðinni.

Við tókum á móti nemendahópum allt ár um kring, m.a. frá Listaháskóla Íslands, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Myndlistaskólanum í Reykjavík, Concordia Háskóla frá Montreal og KP Handverks Háskólanum í Kaupmannahöfn. Við hittumst samstarfsaðila í Evrópu verkefninu CENTRINNO á vorfundi sem haldinn var í Barcelona og framhaldinu sótti umsjónarmaður TextílLabsins okkar “Fabricademy Bootcamp” í Genf. Það var góður undirbúningur fyrir TextílAkademíuna, námið sem hófst á Blönduósi í September.

Fabricademy - Textíl Akademía er samstarfsnet Textílsmiðja víða um heim með áherslu á innleiðingu nýrrar tækni við vinnslu textíls. Námið er þverfaglegt og skiptist í tvo megin þætti; námskeið með (net)fyrirlestrum frá september til desember og sjálfstæðu rannsóknarverkefni með leiðsögn frá janúar til mars undir umsjón Louise Massacrier, staðbundin kennarans. Nemendur eru fimm samtals, dvelja á Blönduósi á meðan námi stendur. Þeir læra að vinna með jafningjum og mentorum ásamt því að hafa aðgengi að góðri vinnuaðstöðu, aðallega í TextílLabi á Blönduósi en einnig í FabLab Sauðárkrókur og BioPol á Skagaströnd.

Fleiri ferðir og fundir voru á dagskrá, en hluti starfsmannahópsins (við erum orðin 7, eða 3,8% stöðugildi á ársgrundvelli) ferðuðust til Suður-Grænlands í júlí og Færeyja í september til að skoða ferðir tengd ull og slow travel sem þróaðar eru innan ramma verkefnisins sem við erum að leiða, “Wool of the North”, styrkt af NORA. Í tengslum við verkefnið var einnig haldin alþjóðleg netráðstefna þann 20. apríl um ull og möguleika til þess að auka verðmæti hennar með nýsköpun og ferðaþjónustu.

Við sinntum fjarprófum, tókum á móti samstarfsaðilum í verkefninu frá "Allure", verkefni styrkt af Erasmus+ undir forystu menntamálaráðuneytisins í Galisíu og unnum að undirbúning námskeiðs fyrir frumkvöðla í textíl með Háskóla Íslands sem eru samstarfsaðili okkar í CENTRINNO. Námskeiðið kallaðist ,,Heldur þú Þræði” og var haldin frá September - Nóvember bæði á netinu og síðan heimsókn og verðlaunaafhendingu í TextílLabinu. Þátttakendur voru 45 og margar skemmtilegar hugmyndir litu dagsins ljós. Vinningshafa voru Linda Friðriksdóttir (3. sæti) með hugmynd sína ,,Húseinangrun“ að nýta ullina saman með steinull í húseinangrun. Í öðru sæti var Kristín S. Gunnarsdóttir með hugmynd sína ,,Mjúkull - yfirdýna fyrir náttúrubörn“. Sigurvegari var Elín Jóna Traustadóttir með hugmynd sína ,,VæruKær kúrukoddi“ sem er fylltur með íslenskri ull.

TextílLab var opið á miðvikudögum fyrir áhugasama auk þess á nokkrum helgum og stökum dögum þar sem við buðum upp á kynningar á tækjunum, námskeið og vinnustofur s.s. CLO-3D, líftextíll og bakteríulitun í samstarfi við Shemakes Evrópuverkefninu sem Textílmiðstöð tók einnig þátt í.

Dagana 25-27 október tókum við á móti samstarfsaðilum frá Centrinno sem var hluti af haustfundi; fundað var á sama tíma í París og Mílanó. Til Blönduóss komu samstarfsaðilarnir frá Barcelona og Genf og einnig fulltrúar verkefnisins frá París og Amsterdam og samstarfsaðilar okkar í Háskóla Íslands. Vinnustofan sem var í okkar umsjá fjallaði um uppbyggingu Textílmiðstöðvarinnar sem miðstöð sköpunar og vettvangs þar sem fólk deilir þekkingu, kunnáttu og hefur tækifæri til að rannsaka og þróa textíl í víðu samhengi. Fulltrúar frá sveitarstjórn Húnabyggðar og SSNV ásamt sveitarstjóra Húnabyggðar tóku þátt í vinnustofunni og kunnum við öllum sem lögðu okkur lið bestu þakkir og vonum við að sem flestir hafi haft af því bæði gagn og gaman að sækja okkur heim og taka þátt í vinnustofunni.

Fleiri verkefni voru á ,,to do” listanum, haldinn var opin fundur um mótun samstarfs um Textílklasa og einnig undirbúningur nýs verkefnis sem Textílmiðstöð Ísland tekur þátt í á næsta ári, ,,Tracks 4 Crafts” sem styrkt er af Europe Horizon. Listamiðstöðin Ós var þétt bókuð og dvöldu yfir 57 listamenn hjá okkur frá 14 löndum sem stóðu einnig fyrir opnu húsi og listsýningum. Gestir okkar, nemendur, listamenn og fleiri, eru gjarnan að deila reynslu sinni og upplifun t.d. á Instagram hjá okkur (@textilmidstod) og hefur það reynst góð kynning á svæðinu - endilega skoðið!

Við óskum öllum heimamönnum, samstarfsaðilum og vinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári,
Starfsfólk Textílmiðstöðvarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir