100 ára afmæli kosningaréttar kvenna fagnað

Í dag,  1. febrúar, stendur Samband skagfirskra kvenna fyrir Afmælisfagnaði í Miðgarði í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin 100 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Dagskráin er frá kl. 15:00 – 17:30, þá verða meðal annars fyrirlestrar og gamanmál, söngur og ljósmyndasýning.

Sigrún Fossberg flytur erindi Sólborgar Unu Pálsdóttur, Sigurveig Anna Gunnarsdóttir nemi ræðir væntingar til framtíðarinnar og Björg Baldursdóttir verður á léttu nótunum. Kvennakórinn Sóldís tekur lagið.

Boðið verður upp á sætaferðir frá Sauðárkróki ef næg þátttaka fæst. Pantanir í sætaferðir eru í síma: 868 5381.

Boðið er upp á kaffi og meðlæti – frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

Heimild: Sjónhornið.

Fleiri fréttir