11 daga fræðslu- og menningarferð til Shetlandseyja í haust
Iceland Traveller og Culture and Craft bjóða upp á 11 daga fræðslu- og menningarferð til Shetlandseyja. Flogið er til Glasgow og þaðan til Leirvíkur. Þá eru næstu 5 dagar notaðir í að kynnast, búskaparháttum eyjaskeggja auk þess að sitja ráðstefnu um sjálfbærni, gæðamál, sjaldgæf sauðfjárafbrigði í Norður- Atlandshafi og fleira.
Ráðstefnuna sitja Norðmenn og Færeyingar auk Íslendinga. Farið er í menningarferð til að skoða menjar um víkingatímabilið eða jafnvel ennþá eldri tíma auk bændabýlis sem býður upp á heilbrigð og hamingjusöm dýr og allt lífrænt.
Eftir ráðstefnuna er haldið aftur til Glasgow. Þá verður farið í dagsferð um Skotland og skoðuð lítil spunaverksmiðja (Mini Mill) og Alpaca búgarður. Síðustu tvær næturnar eru í Edinborg sem er einstaklega falleg borg með fullt af áhugaverðum stöðum, kaffihúsum og verslunum. Takmarkaður sætafjöldi við 30 manns.
Nánari dagskrá á cultureandcraft.com eða á Facebook https://www.facebook.com/CultureAndCraft
Áhugasamir sendi póst á ragga@cultureandcraft.com eða hringja í síma 869 9913 eftir kl 4 á daginn.
Fréttatilkynning/KSE
