3019,5 kílómetrar til styrktar Ingva
-83 skokkarar hlupu 1143 kílómetra 67 hjóluðu 1874 km 1 synti 1,5 km auk þess sem einn úr hópi skokkara gekk 30 km í göngum sem sýnir að menn vorum með hugann hjá okkur þó svo þeir væru annars staðar í verki, segir Árni Stefánsson, forsvarsmaður skokkhópsins á Sauðárkróki en um helgina slúttaði hópurinn og að þessu sinni var hlaupið til styrktar Ingva Guðmundssyni.
Ingvi mun á næstunni halda til Svíþjóðar þar sem hann gengst undir mergskipti í baráttu sinni við krabbamein. Söfnun til styrktar honum gengur vel og segir Árni að það hafi ríkt samhugur í hópi þeirra sem á laugardagsmorgun drifu sig af stað og hlupu, hjóluðu, gengu nú eða syntu til þess að styrkja Ingva og fjölskyldu en aldursbilið bar breytt sá yngsti um átta ára og sú elsta hálf áttræð en hljóp engu að síður átta kílómetra.
Árni vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem styrktu hlaupið og vill hann minn á að enn er hægt að greiða fyrir hlaupna kílómetra þó svo að hlaupinu sé formlega lokið.
Söfnunarreikningur Ingva er: 0310-13-300300 - kt: 020588-3819.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.