4,5 milljónir til styrkvega

Vegagerðin hefur samþykkt 4,5 milljón króna fjárveitingu á þessu ári til svokallaðra styrkvega í Húnabyggð en um er að ræða tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt lögum. Byggðaráð Húnabyggðar fagnar fjárveitingunni og hefur lagt til ráðstöfun á henni til fjögurra verkefna.

Ein og hálf milljón fari í vegslóða á Laxárdal, tvær milljónir fari til vegabóta á Grímstungu- og Haukagilsheiðum, 450 þúsund fari til vegabóta á Auðkúluheiði og 370 þúsund til vegabóta og aðkomu skilarétta.

Þetta kemur fram í fundargerð byggðaráðs Húnabyggðar frá 30. júní síðastliðnum. Þar kemur fram að samkvæmt fjárhagsáætlun Húnavatnshrepps voru áætlaðar tvær milljónir til vegabóta og að búið sé að ráðstafa af þeim lið rúmlega 2,1 milljón króna.

/huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir