4.flokkur karla Íslandsmeistarar
Um helgina fór fram á Sauðárkróki, úrslitakeppni 4. flokks karla í 7 manna bolta. Fjögur lið kepptu um Íslandsmeistaratitilinn en það var síðan Tindastóll sem stóð uppi sem sigurvegari.
Aðstæður voru erfiðar á Sauðárkróki um helgina, rigning, köld norðanátt og bara hundleiðinlegt verður. Leikmenn létu það þó ekki slá sig út af laginu og oft á tíðum mátti sjá fín tilþrif.
Fjórir leikir fóru fram á laugardaginn en tveir í dag, sunnudag. Þegar flautað var til leiksloka í tveimur síðustu leikjunum í dag var það ljóst að Tindastóll hafði sigrað og Íslandsmeistaratitill í höfn.
Það er ásæða til að óska þessum drengjum til hamingju með árangurinn.
Þjálfari Tindastóls er Ingvar Magnússon.
/Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.