Á svið! fyrir Matthildi litlu
Leikfélag Blönduóss stendur fyrir styrktarsýningu fyrir Matthildi Haraldsdóttur þriðjudagskvöldið 13. apríl og hefst hún klukkan 20:00. Um er að ræða gamanleikinn „Á svið“ eftir Rick Abbot í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar.
„Á svið“ er gamanleikrit þar sem sagt er frá leikhópi sem æfir nýtt leikrit og stríðir við höfund þess sem sífellt breytir og bætir við. Þegar kemur að frumsýningu verksins vilja hlutirnir fara öðruvísi en ætlað er í fyrstu. Leikritið „Á svið“ hefur verið sýnt undanfarnar vikur í Félagsheimilinu á Blönduósi og fengið góðar viðtökur. Miðaverð er 2.000 krónur. Öll framlög umfram miðaverð eru þegin með þökkum.
Fréttir af Matthildi og fjölskyldu hennar er að finna á slóðinni http://www.harpath.blogspot.com/.