Ábendingar um íþróttamann ársins
USVH óskar eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra um íþróttafólk sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein á árinu 2010, vegna tilnefninga til Íþróttamanns USVH. Ábendingarnar þurfa að berast stjórn USVH fyrir 1. desember nk. og er hægt að skila þeim inn með tölvupósti, usvh@usvh.is, eða á skrifstofu USVH að Höfðabraut 6 á Hvammstanga.
Íþróttamaður USVH árið 2009 var kjörin Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona frá Reykjum í Hrútafirði en hún hlaut 72 stig í kjörinu. Í öðru sæti varð Tryggvi Björnsson hestaíþróttamaður með 29 stig og jafnar í þriðja sæti urðu Helga Una Björnsdóttir hestaíþróttakona og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknattleikskona með 14 stig.