Aðventugleði Húnabyggðar var haldin í gær

Yfirlitsmynd af svæðinu þar sem aðventugleðin var haldin. Mynd tekin af Róberti Daníel með dróna.
Yfirlitsmynd af svæðinu þar sem aðventugleðin var haldin. Mynd tekin af Róberti Daníel með dróna.

Það var líf og fjör í Húnabyggð í gær þegar aðventugleðin var haldin í fallegu en köldu veðri fyrir framan félagsheimilið á Blönduósi. Sveitarstjórinn, Pétur Arason, las jólaminninguna þegar krummi stal jólunum. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli, var með hugvekju.

Það var að sjálfsögðu kveikt á jólatréinu og jólasveinarnir mættu á svæðið. Söngnemendur Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu sungu nokkur jólalög ásamt því að krakkarnir í leikskólanum Stóra Fjallabæ sungu nokkur vel valin lög. Þátttakandinn í Jólastjörnunni, Sigrún Erla, kom einnig og söng gestum til mikillar gleði. Boðið upp á kaffi, kakó og piparkökur. Þennan saman dag var einnig jólamarkaður í húsnæði GN hópbíla að Efstubraut þar sem var fjölbreytt úrval af vörum á góðu verði. Aðventumessa var í Blönduóskirkju þar sem sameiginleg aðventuhátíð var fyrir Auðkúlu-, Blönduós-, Svínavatns-, Undirfells- og Þingeyrarsókn. Myndir teknar af Facebook-síðunni Húnabyggð. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir