Afburða leikmenn með rætur til Skagastrandar

Samsett mynd. Myndir frá fotbolti.net
Samsett mynd. Myndir frá fotbolti.net
Á vef Skagastrandar er sagt frá því að fjórir afburða leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eigi rætur að rekja til staðarins. Það eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.

Á vefnum segir:

Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Móðir hennar er Sólveig Gunnarsdóttir sem ólst upp á Skagaströnd, dóttir hjónanna, Bergljótar Óskarsdóttur og Gunnars Benónýssonar, Mánabraut 5.

Glódís Perla Viggósdóttir. Faðir hennar er Viggó Magnússon sem ólst upp á Skagaströnd, sonur hjónanna, Guðbjargar Viggósdóttur og Magnúsar B. Jónssonar, sem eiga hér heima. Móðir hennar er Magnea Harðardóttir en langamma hennar og langafi voru Laufey Jónsdóttir og Hafsteinn Sigurbjarnarson í Reykholti.

Sonný Lára Þráinsdóttir. Faðir hennar er Þráinn Þorbjörnsson sem ólst upp á Skagaströnd, sonur hjónanna, Aðalbjargar Sigurðardóttur og Þorbjarnar Jónssonar, Akurgerði. Móðir hennar er Kristjana Óladóttir, dóttir Gyðu Steingrímsdóttur frá Höfðakoti.

Sveindís Jane Jónsdóttir. Föðuramma hennar er Birna Jóhannesdóttir sem ólst upp á Skagaströnd, dóttir hjónanna, Helgu Þorbergsdóttur og Jóhannesar Pálssonar í Garði.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir