Ágúst Ingi og Herdís rétt náðu flugi til Íslands

Þau Ágúst Ingi Ágústsson og Herdís Baldvinsdóttir frá Sauðárkróki ásamt Emblu dóttur þeirra komust í fréttirnar í gær bæði á Íslandi og í Danmörku eftir að þau töfðust á lestarstöð í Óðinsvéum á leið sinni til Íslands. Óttast var um tíma að sprengja væri í stöðinni eftir að maður hafði tilkynnt um það símleiðis.

Vegna ógnunarinnar þurftu farþegar að yfirgefa bygginguna og standa utandyra með sinn farangur en seinna kom í ljós að um gabb var að ræða. Leit út fyrir að Ágúst og fjölskylda kæmust ekki í flug á réttum tíma en því var reddað af vini þeirra sem keyrði þeim til Kaupmannahafnar og komst fjölskyldan því til Íslands eins og áætlanir stóðu til.

Sjá frétt BT HÉR

Fleiri fréttir