Ágúst Ingi og Herdís rétt náðu flugi til Íslands
Þau Ágúst Ingi Ágústsson og Herdís Baldvinsdóttir frá Sauðárkróki ásamt Emblu dóttur þeirra komust í fréttirnar í gær bæði á Íslandi og í Danmörku eftir að þau töfðust á lestarstöð í Óðinsvéum á leið sinni til Íslands. Óttast var um tíma að sprengja væri í stöðinni eftir að maður hafði tilkynnt um það símleiðis.
Vegna ógnunarinnar þurftu farþegar að yfirgefa bygginguna og standa utandyra með sinn farangur en seinna kom í ljós að um gabb var að ræða. Leit út fyrir að Ágúst og fjölskylda kæmust ekki í flug á réttum tíma en því var reddað af vini þeirra sem keyrði þeim til Kaupmannahafnar og komst fjölskyldan því til Íslands eins og áætlanir stóðu til.
Sjá frétt BT HÉR
