AJ Leðursaumur með nýja vörulínu
Aj Leðursaumur á Hjaltastöðum hefur sent frá sér nýja vörulínu sem er alíslensk framleiðsla, sérunnar lambsgærur sem notaðar eru í undirdýnur fyrir hnakka. Heldur hita á vöðvum í baki og dregur í sig svitann. Voru undirdýnurnar hannaðar í samvinnu við Björn Sveinsson hrossabónda á Varmalæk og Sölva Sigurðarson reiðkennara á Hólum.
Á heimasíðu AJ á fésbókinni segir; -Dýnurnar eru fáanlegar í mismunandi stærðum og í tveimur litum (svart og ljósbrúnt). Þær eru með þykku rúskinni ofan á til að hnakkurinn renni ekki til. Gæran er hrokkin og tryggir það góða öndun svo hrossin svitna ekki undan dýnunni.
Dýnuna má þvo í þvottavél á ullarþvotti með lífrænni sápu, best er setja hana í þurrkarann á minnsta hita og verður hún eins og ný!
TILBOÐSVERÐ!! Út október 10.500- kr
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.