Allar deildir innan Tindastóls í sömu utanyfirgöllunum

Þær ánægjulegu fréttir bárust í dag frá aðalstjórn Tindastóls að samkomulag hefur náðst um að allar deildir innan Tindastóls séu nú í sömu utanyfirgöllunum frá Jako. Er þetta skref í þá átt að allir krakkarnir sem æfa undir Tindastól geti samnýtt gallana sína óháð því hvaða greinar þau æfa. Þetta eru virkilega góðar fréttir því við erum jú öll í Tindastól. 

Á miðvikudaginn 22. nóvember, ætlar Jako að mæta í Skagafjörðinn í matsal Árskóla milli kl. 16:30 og 19:00 og bjóða upp á nokkrar týpur af peysum, sem allar eru þó í sama stílnum, og buxur í barna-, dömu- og unisex sniði. Þarna verður hægt að máta og panta Tindastólsfatnað á afslætti og hvetjum við því alla til að mæta og fata sig og sína upp. 

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir