Alls 612 grunnskólabörn í svf. Skagafirði
Vel hefur tekist að ráða kennara til grunnskólanna í Skagafirði og heyrir það til algerra undantekninga að leiðbeinendur séu ráðnir í störf kennara. Í leikskólunum er jafnvægi á milli leikskólakennara og annars starfsfólks einnig gott. Þá hefur heldur ekki verið vandkvæðum bundið að ráða kennara til tónlistarskólans.
Í Árskóla, Árvist og Árveri(sérdeild) starfa alls 83 starfsmenn auk skólabílstjóra og eru nemendur alls 397. Í Varmahlíðarskóla stunda 134 nemendur skólann og starfsmenn eru alls 41auk skólabílstjóra.
Grunnsk.austan Vatna er með starfsemi á þremur stöðum og er fjöldi nemenda alls 81og starfsfólk 28 auk skólabílstjóra og skiptist þannig að á Hólum eru 23 nemendur og starfsfólk alls 8 auk skólabílstjóra, á Hofsósi eru nemendur 49 og starfsfólk 16 auk skólabílstjóra og á Sólgörðum eru nemendur alls 9 og fjöldi starfsmanna 4 auk skólabílstjóra. Samtals eru þetta 612 nemendur og fjöldi starfsmanna er 152 auk skólabílstjóra.
Í leikskólum sveitarfélagsins eru alls 234 börn og í þeim starfar alls 70 manns. Í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki eru 165 börn og starfsnenn 45. Alls eru 32 börn í Birkilundi í Varmahlíð og starfsmenn eru 12. Leikskólinn Tröllaborg starfar austan Vatna og þar eru börnin alls 37 og starfsmenn 13 en skiptist þannig að á Hólum eru 14 börn og 7 starfsmenn. Á Hofsósi starfa alls 5 starfsmenn og eru börnin 16 og 2 eru á biðlista. Á Sólgörðum eru börnin 7 og 1 starfsmaður.
Í Tónlistarskóla Skagafjarðar eru 300 börn og þar starfa alls 12 manns
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.