Altarisdúkar í Skagafjarðarprófastsdæmi

 Á uppstigningardag kl 14 verður opnuð á Löngumýri sýning á gögnum úr verkefninu Altarisdúkar í Skagafjarðarprófastsdæmi. Verkefnið unnu Jenný Karlsdóttir og Oddný E. Magúsdóttir.

Á sýningunni eru ljósmyndir af öllum altarisdúkum (sem til náðist) í prófastsdæminu og  einnig af kirkjunum. Myndum af altarisdúkum fylgir stuttur upplýsingatexti.
Myndir og texta má skoða í skjávarpasýningu og einnig í möppum sem liggja frammi auk þess sem á veggjum eru myndir af öllum kirkjum prófastsdæmisins.
Allir velkomnir!

Fleiri fréttir