Arnar Þór hættir sem bæjarstjóri á Blönduósi 1. apríl

Frá Blönduósi. Mynd: FE
Frá Blönduósi. Mynd: FE

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í gær var lagður fram starfslokasamningur við Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóra. Starfslok Arnars Þórs verða frá og með 1. apríl 2018 en þá mun hann hefja störf sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. Sveitarstjórn samþykkti samninginn með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá.

Í framhaldi af afgreiðslu samningsins lagði meirhlutinn fram tillögu um að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, verði ráðinn bæjarstjóri sveitarstjóri frá og með 1. apríl til loka kjörtímabilsins sem lýkur í vor. Í tillögunni var lagt til að formanni byggðarráðs yrði falið að gera ráðningarsamning við Valgarð og leggja hann fyrir fund sveitarstjórnar í mars. Tillagan var samþykkt af fulltrúum meirhluta en minnihlutinn sat hjá.

Fundargerð sveitarstjórnar má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir