Atlantic Leather í gjaldþrot?

Í dag er síðasti möguleiki á að versla vörur hjá Atlantic Leather á Sauðárkróki þar sem starfsemin hættir nk. mánudag. Allt verður á 20 % afslætti, fiskileður, gærur sem og annað leður, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Gestastofu Sútarans. Eingöngu millifærslur eða staðgreiðsla er  möguleg.

Ekki náðist í stjórnendur fyrirtækisins í morgun en samkvæmt heimildum Feykis stefnir allt í að félagið fari í þrot eftir helgi. Um 15 manns hafa að jafnaði unnið hjá fyrirtækinu undanfarin misseri.

Fleiri fréttir