Átt þú Batman búning?

Í dag, 26.septemer, er alþjóðlegi Batman dagurinn og því tilvalið, ef þú átt Batman búning, að skella sér í hann og leika sér smá í tilefni dagsins.

Árið 1939 kom þessi teiknimyndapersóna, Batman, fyrst fram á sjónarsviðið í bókinni Detective Comics #27. Síðan þá hefur þessi uppáklædda persóna, sem flýgur um í þeim tilgangi að berjast við glæpagengi, orðið ein dáðasta og þekktasta teiknimyndapersóna í heiminum. Batman sést ekki bara í teiknimyndablöðum í dag heldur einnig í sjónvarpsþáttum, teiknimyndum, tölvuleikjum og Hollywood myndum og mjög litlar líkur á að börn, í dag, viti ekki hver Batman er.

 

Fleiri fréttir