Átta lönd í umhverfisverkefni
feykir.is
Skagafjörður
06.11.2014
kl. 08.59
Árskóli á Sauðárkróki hefur gegnum tíðina tekið þátt í fjölmörgum Comeniusarverkefnum og eitt þeirra er umhverfis- og endurvinnsluverkefni sem hófst á síðasta ári. Samskiptin fara gegnum skype og taka sjö lönd þátt, auk Íslands.
Aðrir þátttakendur eru í verkefninu eru frá Ungverjalandi, Króatíu, Póllandi, Þýskalandi, Wales, Spáni og Ítalíu. Meðal þess sem nemendur læra er að flokka úrgang, endurvinna og búa til hljóðfæri úr verðlausu efni. Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Árskóla á dögunum og má sjá umfjöllunina hér.