Auglýst eftir varaslökkviliðsstjóra

Brunavarnir Skagafjarðar óska eftir að ráða varaslökkviliðsstjóra. Starfsemi Brunavarna Skagafjarðar heyrir undir sveitarstjóra en á starfssviði varaslökkviliðsstjóra er m.a. að vera staðgengilll slökkviliðsstjóra, ábyrgð á faglegri starfsemi í samvinnu við slökkviliðsstjóra, umsjón og þátttaka í þjálfun slökkviliðsins. Nánar er sagt frá þessu á heimasíðu sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til 29. október 2013. Nánari upplýsingar um starfið veitir Vernharð Guðnason í síma 453-5425 eða á brunavarnir@skagafjordur.is.

Brunavarnir Skagafjarðar sinna viðbragðsþjónustu vegna eldsvoða, björgunar- og neyðarþjónustu við íbúa Skagafjarðar ásamt sjúkraflutningum. Fjórir starfsmenn eru í fullu starfi ásamt 25 slökkviliðsmönnum í hlutastarfi. Starf slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna er í senn krefjandi og gefandi.

 

Fleiri fréttir