Baldur og Alli tryggðu sér titilinn

Sauðkrækingurinn Baldur Haraldsson og Borgfirðingurinn Aðalsteinn Símonarson tryggðu sér um síðustu helgi Íslandsmeistaratitilinn í rallý en saman skipa þér liðið Tím-On og aka á Subaru Impreza STI. Þetta er þriðja sumarið sem þeir félagar keppa saman en fyrsta sumarið í flokknum N4. Það má því segja að þeir félagar hafi komið, séð og sigrað.

Velgengnina í sumar þakka þeir góðri samvinnu, góðum undirbúningi , yfirvegaðan akstur og góðri meðferð á bílnum. Rætt er við þá Baldur og Aðalstein í 33. tbl Feykis sem kemur út í dag.

Fleiri fréttir