Bekkur tileinkaður minningu Gísla Þórs

Bekkurinn góði. MYND AF VEF SKAGAFJARÐAR
Bekkurinn góði. MYND AF VEF SKAGAFJARÐAR
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum misserum komið upp fjölmörgum bekkjum víðsvegar í Sauðárhlíð og í Litla Skógi á Sauðárkróki. „Einn slíkur bekkur er frábrugðinn öðrum, en hann er skreyttur ljóði og lagi eftir Gísla Þór Ólafsson (1979–2025), sem starfaði undir skáldanafninu Gillon,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Skagafjarðar en bekkinn má finna á milli Raftahlíðar og Eskihlíðar, við upphaf göngustígsins upp á Sauðárháls.


Gísli var fjölhæfur listamaður — tónlistarmaður, ljóðskáld, leikari, rithöfundur og bassaleikari í hljómsveitinni Contalgen Funeral. Hann skilur eftir sig ellefu ljóðabækur, fimm sólóhljómplötur undir listamannsnafninu Gillon auk upptaka með hljómsveitinni, þar sem hann lagði til bæði bassaleik og bakraddir.

Verkefnið var unnið af starfsmönnum garðyrkjudeildar sveitarfélagsins í samstarfi við FabLab á Sauðárkróki. Á bekknum má finna QR-kóða sem vísar beint á lagið Andrés Önd eftir Gísla. Sannarlega gott framtak.

 

Fleiri fréttir