Bensínsjálfsali við Ketilás
Nú fyrir skömmu var settur upp sjálfsali fyrir bensín og olíu við verslunina á Ketilási í Fljótum. Þar hefur um árabil verið selt eldsneyti fyrir N 1 . Dælubúnaðurin var kominn til ára sinna og bilanagjarn og því var loks ráðist í þessar úrbætur. Geta nú heimamenn jafnt sem ferðalangar tekið eldsneyti allan sólarhringinn líkt og á öðrum sölustöðum.
Nýliðin helgi er líklega mesta umferðarhelgi í Fljótum á árinu. Kemur þar til Fiskidagurinn á Dalvík og hið árlega Pæjumót í Siglufirði en mikill fjöldi kemur ávallt frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess viðburðar. ÖÞ;: