Bíll lokar Holtavörðuheiði - Uppfært, búið að opna.
Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður sem stendur en þar er bíll sem lokar veginum. Á vef Vegagerðarinnar segir að unnið sé að því að losa bílinn en þó sé óvíst hvenær tekst að opna fyrir umferð aftur. Annars er snjóþekja, hálka eða hálkublettir víðast hvar á Norðurlandi en allir helstu vegir færir. Flughálka er þó í Blönduhlíð, þungfært í Almenningum en ófært er á Víkurskarði.
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er norðan og norðaustan 13-18 m/s og éljagangur en samkvæmt Veðurstofunni á að lægja með morgninum og léttskýjað verður að mestu þegar kemur fram á daginn. Frost 0 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:Sunnan 3-10 m/s og dálítil rigning eða slydda af og til, einkum V-ast, en bjartviðri á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost austantil.
Á föstudag:Hæg austlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.
Á laugardag, sunnudag og mánudag: Fremur hæg austlæg átt. Skýjað og yfirleitt þurrrt austantil, en annars bjartviðri eða léttskýjað. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.