Björn Margeirsson stefnir á brautarmet í Reykjavíkurmaraþoni

Söfnun áheita fyrir góðgerðafélög í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur gengið vonum framar og eru áheit á keppendur í gegnum vefinn hlaupastyrkur.is nú þegar orðin rúmlega 16.2 milljónir króna, sem er meira en heildar áheit voru fyrir hlaupið í fyrra. Skagfirðingurinn Björn Margeirsson hleypur fyrir UNICEF.

Margir hlauparar hafa skráð sig á hlaupastyrkur.is en þar er hægt að heita á þá sem hafa valið að hlaupa í þágu góðs málefnis. Misvel gengur hjá hlaupurunum að safna og segir Björn Margeirsson maraþonhlaupari að söfnun hans gangi ekki nógu vel á http://hlaupastyrkur.is.

Í vor hljóp hann á 2:38:13 klst. og nú gerir hann sér vonir um tíma á bilinu 2:28 - 2:35 klst. Til að glæða söfnunina fyrir UNICEF hefur Björn lýst því yfir að vinni hann maraþonið á laugardaginn og nái ég að safna 100 þús. kr. á www.hlaupastyrkur.is ætlar hann að láta verða sitt fyrsta verk eftir að hann kemur heim frá hlaupinu að styrkja UNICEF persónulega um 25 þús. kr. 

-Vinni ég hlaupið og slái ég brautarmet Íslendings, sem er 2:28:57 klst. í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar þá bæti ég öðrum 25 þús. krónum við þetta.

Hjálpið mér að standa við þetta hér: http://hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=150, segir Björn Margeirsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir