Blönduósbær sækir um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs

Frá Blönduósi. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.
Frá Blönduósi. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.

Íbúðalánasjóður leitar nú eftir samstarfi við sveitarfélög á landsbyggðinni vegna tilraunaverkefnis á vegum sjóðsins með það að markmiði að leita leiða til þess að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði eins og segir á vef Íbúðalánasjóðs

Verkefni þetta tekur mið af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á Alþingi í júní sl. þar sem m.a. er kveðið á um markmið um fjölgun íbúða á svæðum þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar uppbyggingu í sveitarfélaginu. Horft er til þess að 2-4 sveitarfélög taki þátt í tilraunaverkefninu og að það nái að fanga mismunandi áskoranir á ólíkum landsvæðum. Þannig geti þær lausnir sem verkefninu er ætlað að móta nýst á sem breiðustum grunni.  

Byggðaráð Blönduósbæjar ákvað á fundi sínum í gær að sækja um þátttöku í tilraunaverkefninu og var sveitarstjóra falið að annast það fyrir hönd sveitarfélagsins.

Nánar má lesa sér til um verkefnið á vef Íbúðalánasjóðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir