Blönduósingar eignast nýjan kastala

Glæsilegur nýr kastali. MYND: HÚNI.IS
Glæsilegur nýr kastali. MYND: HÚNI.IS

Húnahornið segir af því að nýr og glæsilegur leikkastali fyrir skólabörn sé risinn á skólalóð Blönduskóla. Framkvæmdin hófst fyrir nokkrum vikum síðan en hún fólst meðal annars í jarðvegsskiptum, uppsetningu kastalans og frágangi.

Kastalinn er frábær viðbót við þau leiktæki sem fyrir eru á skólalóðinni, sparkvöllinn, brettagarðinn og ærslabelginn. Þá má geta þess að nýrri hluti Blönduskóla var málaður í sumar.

Fleiri fréttir