Bókakaffi, spiladagar og lestrarátak á bókasafninu á Blönduósi

Í júlímánuði verður bryddað upp á skemmtilegum nýjungum á Hérðasbókasafni A-Húnaavatnssýslu á Blönduósi í því skyni að lífga upp á sumarið.

Á mánudögum verða „bókakaffi-dagar“. Þá er hægt að líta við og kynna sér nýútkomnar og valdar bækur milli kl. 16:00 og 18:00 og fá sér kex og kaffi meðan gluggað er í bækurnar.

Á þriðjudögum og fimmtudögum er lestrarátak þar sem börn á öllum aldri geta sótt stimplapassa á bókasafnið og fá þau svo stimpil fyrir hverja bók sem þau skila þessa daga. Með þessu móti er hægt að vinna sér inn verðlaun (það er skilyrði að lesa bækurnar til að fá stimpil og eru foreldrar hvattir til að aðstoða við lesturinn eða lesa fyrir börnin). Lestrarátakið mun standa út ágústmánuð.

Á miðvikudögum verða „spiladagar“. Þá verður kynnt nýtt spil í hverri viku kl. 16:30 og gefst gestum tækifæri til að prófa spilin og spila önnur spil á eftir.

Sumardagskráin stendur út júlímánuð og er fólk hvatt til að fylgjast með á Facebooksíðu safnsins, Héraðsbókasafn A-Hún, en þar verður nánar sagt frá uppákomum hverju sinni.

Opnunartímar safnsins eru á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 14:00-18:00 og á þriðjudögum kl. 10:00-16:00.

Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu er staðsett að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi.

Forstöðumaður safnsins er Katharina Angela Schneider. 
Netfang safnsins er bokasafn@blonduos.is og síminn er 452 4415 

Fleiri fréttir