Bóndinn játaði skýlaust sök fyrir dómi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
13.01.2026
kl. 20.51
Nautgripabóndi sem hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Eftirlitsmenn Matvælastofnunar fundu 29 dauða nautgripi í gripahúsi á bæ bóndans árið 2024. Stofnunin lét aflífa eða slátra 49 gripum til viðbótar vegna slæms ástands þeirra. Í frétt á Vísi.is segir að dómur yfir bóndanum hafi fallið í nóvember.
